fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 06:45

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 1:18 í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um viðskiptavin veitingastaðar sem sem hótaði starfsfólki og neitaði að yfirgefa veitingastaðinn. Þegar lögregla kom á vettvang var nokkuð ljóst að viðkomandi hafði innbyrt talsvert magn af áfengi og sérlega ósáttur út í spilakassa sem átti að hafa haft af honum talsverða fjármuni. Lögregla ræddi við viðkomandi á vettvangi og honum vísað út af veitingastaðnum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en fjölmörg önnur verkefni komu upp hjá laganna vörðum. Meðal annars var ökumaður bifreiðar stöðvaður eftir hraðamælingu og var þá á 170/80 km/klst . Ökumaður taldi sig vera á 130 km/klst og viðurkenndi síðan neyslu kannabis fyrr um kvöldið. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þar afhenti maðurinn  ökuskírteini og var hann sviptur ökurétti til bráðabirgða.

Þá hafði lögreglan afskipti af verktaka sem var í miklum framkvæmdum um kl.1 í nótt í austurborginni. Eftir tiltal hét hann því að vera ekki með slíkan hávaða aftur.

Einnig var tilkynnt um aðila sem var borinn út af veitingastað af fjórum aðilum þar sem hann stóð ekki í fæturna sökum ölvunar. Er lögregla kom á vettang kom viðkomandi ekki upp orði og átti erfitt með að sitja óstuddur. Aðilinn fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu og hann vistaður sökum ástands enda með öllu ósjálfbjarga að mati lögreglumanna sem sinna útkalli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári