Um klukkan 1:18 í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um viðskiptavin veitingastaðar sem sem hótaði starfsfólki og neitaði að yfirgefa veitingastaðinn. Þegar lögregla kom á vettvang var nokkuð ljóst að viðkomandi hafði innbyrt talsvert magn af áfengi og sérlega ósáttur út í spilakassa sem átti að hafa haft af honum talsverða fjármuni. Lögregla ræddi við viðkomandi á vettvangi og honum vísað út af veitingastaðnum.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en fjölmörg önnur verkefni komu upp hjá laganna vörðum. Meðal annars var ökumaður bifreiðar stöðvaður eftir hraðamælingu og var þá á 170/80 km/klst . Ökumaður taldi sig vera á 130 km/klst og viðurkenndi síðan neyslu kannabis fyrr um kvöldið. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þar afhenti maðurinn ökuskírteini og var hann sviptur ökurétti til bráðabirgða.
Þá hafði lögreglan afskipti af verktaka sem var í miklum framkvæmdum um kl.1 í nótt í austurborginni. Eftir tiltal hét hann því að vera ekki með slíkan hávaða aftur.
Einnig var tilkynnt um aðila sem var borinn út af veitingastað af fjórum aðilum þar sem hann stóð ekki í fæturna sökum ölvunar. Er lögregla kom á vettang kom viðkomandi ekki upp orði og átti erfitt með að sitja óstuddur. Aðilinn fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu og hann vistaður sökum ástands enda með öllu ósjálfbjarga að mati lögreglumanna sem sinna útkalli.