fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Skotmaðurinn í Kaupmannahöfn birti óhugnanlegt myndband skömmu fyrir ódæðið – Úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. júlí 2022 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá sem var handtekinn fyrir ódæðið í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn, 22 ára gamall danskur ríkisborgari, hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald á lokaðri geðdeild.  Eins og fram hefur komið létust þrír einstaklingar í árásinni og fjórir liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Alls særðust tæplega þrjátíu einstaklingar í árásinni.

Í blaðamannafundi dönsku lögreglunnar fyrr í dag kom fram að skotmaðurinn hafi átt sér sögu um andleg veikindi auk þess sem að hann hafi komist í kast við lögin áður.

Þá hefur komið fram að ódæðismaðurinn aðhylltist hægri öfgaskoðanir og í umræðu á samfélagsmiðlum er ýjað að því að um hatursglæp hafi verið að ræða. Lögreglan ytra vill þó ekki gefa neitt upp um mögulegt tilefni árásarinnar. Segir lögreglan allt benda til þess að skotmaðurinn hafi ekki valið skotmörk sín sérstaklega heldur skotið á allt sem fyrir var. Ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða

Degi áður en árásin átti sér stað birti ódæðismaðurinn hrollvekjandi myndband á Youtube-síðu sinni, sem nú hefur verið lokað. Um er að ræða sjö mínútna langt myndband sem ber yfirskriftina  „Mér er alveg sama“ (e. „I dont care“). Skotmaðurinn segir ekki orð í öllu myndbandinu en í bakgrunni má heyra lágværa tónlist. Myndbandið, er samsett úr nokkrum myndbrotum, en í þeim öllum má sjá ódæðismanninn  miða meðal annars rifli og skammbyssum að eigin höfði og í einhverjum tilvikum taka í gikkinn.

Myndbandið hefur verið í talsverðri dreifingu á samfélagsmiðlum eins og Reddit síðan að Youtube-síða skotmannsins var tekin niður. Í ljósi þess hvað síðar átti sér stað er óhætt að segja að það sé afar hrollvekjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári