fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
433Sport

Hólmbert Aron og Jónatan Ingi á skotskónum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. júlí 2022 19:54

Jónatan Ingi í leik með FH 2020. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru þónokkrir Íslendingar sem voru í eldlínunni erlendis í dag en spilað var í deildum í Skandinavíu sem og í Hvíta-Rússlandi.

Ari Leifsson lék með liði Stromsgodset í efstu deild Noregs er liðið tapaði 1-0 gegn Álasund á útivelli.

Hólmbert Aron Friðjónsson komst á blað hjá liði Lilleström sem vann 3-1 sigur á Kristiansund. Hólmbert fékk að byrja leikinn og skoraði þriðja mark liðsins í sigrinum.

Brynjólfur Andersen Willumsson kom inná sem varamaður hjá Kristiansund þegar 13 mínútur voru eftir.

Samúel Kári Friðjónsson og markmaðurinn Patrik Gunnarsson léku með Viking einnig í efstu deild og byrjuðu báðir í 1-1 jafntefli við Rosenborg.

Í B-deildinni skoraði Jónatan Ingi Jónsson annað mark Sogndal sem tapaði 3-2 gegn KFUM Oslo.

Hörður Ingi Gunnarsson og Valdimar Þór Ingimundarson byrjuðu einnig fyrir Sogndal sem er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig úr 12 leikjum. Valdimar lagði upp fyrsta mark liðsins í leiknum.

Í Svíþjóð mættust tveir Íslendingar er Ari Freyr Skúlason og Aron Bjarnason byrjuðu í viðureign Norrköping og Sirius.

Leiknum lauk með 1-0 útisigri Sirius þar sem Yukiya Sugita gerði eina mark leiksins.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom einnig inná sem varamaður er Elfsborg gerði 1-1 jafntefli við topplið Hacken. Elfsborg situr í sjöunda sæti deildarinnar.

Willum Þór Willumsson byrjaði þá hjá BATE í Hvíta-Rússlandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Energetik BGU. Willum spilaði fyrstu 80 mínútur leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar útilokar ekki að kalla leikmenn út til Spánar

Arnar útilokar ekki að kalla leikmenn út til Spánar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sýnir upphæðina sem hún var rukkuð um á veitingastað í höfuðborginni – Brá við að sjá töluna

Sýnir upphæðina sem hún var rukkuð um á veitingastað í höfuðborginni – Brá við að sjá töluna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Víkinga

Mikil gleðitíðindi fyrir Víkinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Til í að borga tæpa 9 milljarða fyrir seinheppna framherja United í sumar

Til í að borga tæpa 9 milljarða fyrir seinheppna framherja United í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Náfrændi Gylfa Þórs skrifar undir nýjan samning við Grindavík

Náfrændi Gylfa Þórs skrifar undir nýjan samning við Grindavík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enginn hjá United hefur áhuga á því að sjá Sancho aftur í sumar

Enginn hjá United hefur áhuga á því að sjá Sancho aftur í sumar
433Sport
Í gær

Segir nýjustu ákvörðun United skammarlega fyrir félagið

Segir nýjustu ákvörðun United skammarlega fyrir félagið
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa varnarmanninn sem er í fyrsta sinn í landsliðinu

Real Madrid vill kaupa varnarmanninn sem er í fyrsta sinn í landsliðinu