fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
433Sport

Kom til Íslands og vill ekki fara: Launin spila stórt hlutverk – ,,Get ekki fengið eins vel borgað heima“

433
Sunnudaginn 3. júlí 2022 20:30

Það er vel borgað á Ísafirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestri í Lengjudeild karla er að borga svipuð laun og lið í dönsku úrvalsdeildinni að sögn miðjumannsins Nicolaj Madsen sem hefur reynslu af báðu.

Madsen er 33 ára gamall miðjumaður en hann kom til Vestra í fyrra og er einn mikilvægasti leikmaður liðsins í dag. Hann á að baki leiki fyrir lið eins og Sonderjyske og Vejle í Danmörku.

Madsen ræddi við Bold í heimalandinu í gær og talar þar um launin sem hann fær hjá Vestra sem eru ansi góð og í samkeppni við sum lið í efstu deild Danmerkur.

Það er Fótbolti.net sem vakti fyrst athygli á málinu með því að birta viðtalið við Madsen í gær.

,,Ég tel að þeim kafla sé lokið [að snúa aftur heim]. Ég verð að viðurkenna það að það sem þeir borga hérna, ég get ekki fengið eins vel borgað heima. Það er engin ástæða fyrir því að snúa aftur,“ sagði Madsen við Bold.

,,Launin hafa alltaf verið hluti af þessu, að sjálfsögðu. Ég kom hingað með góða ferilskrá sem hefur hjálpað mér en ég hef borgað mitt til baka og staðið mig vel. Það hefur verið gaman að vera hluti af þessu. Ég elska að upplifa nýuja hluti og þess vegna hentaði Ísland mér.“

,,Hér færðu bíl og íbúð svo kostnaðurinn er ekki mikill, ef þú tekur upphæðina saman þá er hún svipuð og þú færð hjá liði í dönsku úrvalsdeildinni og bestu liðin í B-deildinni.“

Madsen tekur einnig fram að hann sé mjög ánægður á Íslandi og segist ekki pæla of mikið í miklum veðurbreytingum sem við þurfum oft að sætta okkur við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndbirting Salah af Trent í morgunsárið vekur upp margar spurningar

Myndbirting Salah af Trent í morgunsárið vekur upp margar spurningar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Keane segir að United eigi að sækja De Bruyne – „Hann þarf ekki einu sinni að flytja“

Keane segir að United eigi að sækja De Bruyne – „Hann þarf ekki einu sinni að flytja“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ætlar að loka á afa sinn ef hann verður dæmdur barnaníðingur – „Þá hittir hann ekki dóttur mína“

Ætlar að loka á afa sinn ef hann verður dæmdur barnaníðingur – „Þá hittir hann ekki dóttur mína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Börsungar ætla aftur að reyna við Bernardo

Börsungar ætla aftur að reyna við Bernardo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Samantha bjargaði Blikum fyrir horn – Stjarnan fékk á sig sex á heimavelli

Besta deildin: Samantha bjargaði Blikum fyrir horn – Stjarnan fékk á sig sex á heimavelli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United fær um 200 milljónir vegna klásúlu sem var sett síðasta sumar

United fær um 200 milljónir vegna klásúlu sem var sett síðasta sumar
433Sport
Í gær

Valor óvænt aftur til Eyja – Stutt stopp hjá KR

Valor óvænt aftur til Eyja – Stutt stopp hjá KR
433Sport
Í gær

Þetta eru leikmennirnir sex sem eru sagðir á blaði United núna

Þetta eru leikmennirnir sex sem eru sagðir á blaði United núna