fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. júlí 2022 19:20

Arnar Grant. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grant segist engum hafa hótað og engan beitt fjárkúgun. Hugmyndin um fébætur til handa Vítalíu Lazarevu hafi komið frá athafnamönnunum þremur sem Arnar segir að hafi beitt Vítalíu kynferðisofbeldi í sumarbústað í Skorradal haustið 2020, ekki frá honum eða Vítalíu. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV.

Þrír menn, þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, hafa kært Arnar og Vítalíu til lögreglu fyrir tilraun til fjárkúgunar. Áður hafði Vítalía sakað mennina um kynferðisbrot í áðurnefndri sumarbústaðarferð en hún steig fram með þær ásakanir í hlaðvarpsviðtali við Eddu Falak í upphafi árs.

Í viðtali við RÚV segir Arnar að allir hafi verið naktir í heita pottinum í sumarbústaðnum og allir hafi verið að snerta alla. Honum hafi ofboðið og viljað fara burtu, hafi hann boðið Vítalíu að koma með sér. Mennirnir hafi þá snert hana mjög ósæmilega.

Arnar segist ennfremur hvergi hafa heyrt upphæðina 150 milljónir króna í samningaviðræðum við þremenningana en þeir halda því fram að það sé sú upphæð sem Arnar og Vítalía hafi krafist.

Vítalía lýsti því einnig í viðtalinu að Arnar hefði veitt fjölmiðlamanninum Loga Bergmann kynferðislegan aðgang að henni í golfferð haustið 2021. Þessu þverneitar Arnar í viðtalinu við RÚV og segir að þarna fari Vítalía ekki rétt með. Aðspurður hvers vegna hann hafi þagað yfir þessu í hálft ár, segir Arnar:

„Hvar átti ég að byrja til að vinda ofan af þessu? Skaðinn var skeður og ég vildi bara hlífa fjölskyldunni og öðrum. Ég var hræddur við enn meira skítkast, ásakanirnar voru svo þungar að ég átti ekki von á að mér yrði trúað. Andrúmsloftið í samfélaginu var ekki vinveitt og ég vildi bara ekki fara í einhvern leðjuslag.“

Sjá nánar á vef RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana