Magnús Aron Magnússon, sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í hrottalegri líkamsárás í íbúðarhúsnæði í Barðavogi, rétt fyrir hvítasunnu, hefur verið úrskurðaður í framlengt gæsluvarðhald til 29. júlí. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er gæsluvarðhaldið í þágu rannsóknar málsins en tilkynningin er eftirfarandi:
„Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 29. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni 4. júní sl.“