fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Guðdómlegir haframolar með hörfræjum

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 1. júlí 2022 10:23

Girnilegir haframolarnir hennar Berglindar þar sem hörfræin gleðja bæði líkama og sál með hollustu sinni. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver þekkir ekki þessa tilfinningu að vera alltaf að leita eftir einhverju mönsi í hollari kantinum. Það er svo gott að eiga slíkt í frysti eða ísskápnum því þá eru minni líkur á því að detta í óhollustuna á millimálstímum eins og að fá sér súkkulaðistykki. Berglind okkar Hreiðars köku- og matarbloggari með meiru er ein af þeim sem þekkir þessa tilfinningu vel og er hér að reyna bæta úr og bjóða upp á hollara snakki í millimáli.

„Ég hef gert ótal uppskriftir af alls kyns orkubitum og skil aldrei af hverju ég á ekki bara alltaf slíka til því ég fer allt of oft í kexskúffuna eða einhverja vitleysu þegar ég veit vel það væri betra að borða annað,“ segir Berglind og glottir.

Hægt er að fylgjast með blogginu hennar Berglindar á síðunni hennar Gotterí og gersemar.

Haframolar með hörfræjum

16-18 stykki

100 g Til hamingju haframjöl

120 g hnetusmjör

60 g saxað dökkt súkkulaði

70 g akasíuhunang

20 g hörfræ

Byrjið á því að setja hörfræin í blandara eða matvinnsluvél svo úr verði nokkurs konar hörfræsduft, allt í lagi samt þó sum fræin séu heil. Gott að setja örlítið meira en 20 g í blandarann og vigta síðan „duftið“ þegar þar að kemur. Setjið síðan allt saman í skál og hnoðið saman með höndunum. Hnetusmjör er misþykkt svo kannski gætuð þið þurft að setja aðeins meira hunang ef blandan er of þurr eða aðeins meira af hörfræsdufti ef hún er of blaut. Blandan á að vera frekar stíf í sér en samt þannig að hægt sé að móta úr henni kúlur. Rúllið 16-18 kúlur úr blöndunni, plastið og kælið í um 30 mínútur áður en þeirra er notið. Gott er síðan að geyma kúlurnar í frysti eða kæli í lokuðum umbúðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum