fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga segir ársreikning Reykjanesbæjar ekki uppfylla lágmarksviðmið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 17:25

Reykjanesbær. Myndin er úr safni og engist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur úrskurðað að samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 uppfylli sveitarfélagið Reykjanesbær ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar.

Lágmarksviðmiðin eru tilgreind í þessari töflu:

Eftirlitsnefnd hefur birt bréf um þetta sem hún óskar að verði tekið fyrir í sveitarstjórn. Í bréfinu segir ennfremur:

„Þrátt fyrir bráðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórnum er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framangreind skilyrði.

Sveitarstjórn ber ábyrgð á fjárhag sveitarfélags og skal gera EFS viðvart telji hún að fjármál sveitarfélags eða einstakar fjárhagslegar ráðstafanir séu ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög eða fjármál sveitarfélags stefni að öðru leyti í óefni.

Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum. Sveitarstjórn er jafnframt hvött til að hafa samband við eftirlitsnefnd óski hún eftir upplýsingum eða leiðbeiningum.“

Sjá nánar á vef Reykjanesbæjar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ég elska svona hræsni“

„Ég elska svona hræsni“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu