fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Segir að sprenging hafi orðið í framrúðutjónum vegna vinnubragða Vegagerðarinnar – Fjórir milljarðar tapast árlega

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. júní 2022 07:31

Mynd af vef Vegagerðarinnar. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sprenging hefur orðið á framrúðutjónum undanfarin ár vegna steinkasts á vegum landsins auk annarra tjóna á ljósum og lakki. Aðeins framrúðutjónin nema nú um fjórum milljörðum árlega að mati tveggja bílaleiga. Í grein sem Hendriks Berndsen, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðarþjónustunnar, skrifaði og birtist á Vísi í morgun kemur fram að verklag Vegagerðarinnar varðandi slitlagsviðgerðir, sem tekið var í notkun fyrir nokkrum árum, þekkist hvergi annarsstaðar í vestrænum heimi og rekja megi aukninguna til þeirra.

Viðgerðirnar eru með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin þjappa niður með akstri sínum. Þá segir Hendrik að komið hafi á daginn að slitlagsviðgerðir séu mjög illa merktar sem auki hraða í gegnum verksvæðin og margfaldar hættuna á tjóni sökum steinkasts.

Ferðamenn á bílaleigubílum eru í sérstakri hættu vegna slíkra tjóna og að mati Hendriks aukast líkurnar á slysum, til dæmis útafakstri og bílveltum. Þá felst mikið tekjutap í því að bílaleigubílar standi ónothæfir með sprungnar eða brotnar framrúður.

„Það er ljóst að steinkast stútar sumri margra, ekki síst þeirra sem ráða yfir umfangsmiklum bílaflota eins og bílaleiga og hópbifreiðafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðir en því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant,“ skrifar Hendrik.

Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fari fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar.

„Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni.“

Hér má lesa grein Hendriks í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt