Kæran á rætur sínar að rekja til uppákomu í sumarbústaðarferð í Skorradal árið 2020. Þar voru þremenningarnir að skemmta sér ásamt og Þorsteini M. Jónssyni og Arnari. Sá síðastnefndi bauð Vítalíu í heimsókn eftir miðnætti þegar ölvun var orðin talsverð en þá hafði Þorsteinn yfirgefið staðinn.
Ári síðar, 28. október í fyrra, fengu þremenningarnir skilaboð frá Vítalíu þess efnis að hún ætlaði að leita réttar síns vegna meintra brota þremenninganna gegn henni. Daginn eftir birti hún svo færslu á Instagram þar sem hún sakaði þremenninganna ásamt Arnari um að hafa brotið á sér kynferðislega í pottinum. Sú færsla var síðan tekin niður samdægurs.
Lögmaður Vítalíu mun hafa borið þremenningunum þau skilaboð frá Vítalíu og Arnari að greiða þyrfti alvöru fjárhæð til að allir gengju stoltir frá borði og hefðu hagsmuni af því að þegja. Taldi hann framan af að ger væri krafa upp á fimmtíu milljónir en meðal gagna málsins er einnig skjáskot af skilaboðum til lögmannsins með hugmynd um greiðslu upp á 3 sinnum þá fjárhæð, samtals 150 milljónir „eftir skatta“ eins og það er orðað. Er í kærunni gengið út frá því að skilaboðin séu frá Vítalíu en þar segir:
„Þá þarf að stilla því upp að þetta er upphæðin eftir skatt svo ekki séu svona brellur eins og þeir voru með síðast. Hvort hægt sé að greiða fyrir ráðgjöf og setja það þannig upp eða eins og sé verið að greiða fyrir hugvit eða slíkt.“