David Ospina, fyrrum markvörður Arsenal, hefur yfirgefið lið Napoli á Ítalíu og er á leið til Sádí Arabíu.
Samningur Ospina við Napoli rennur út þann 30. júní næstkomandi og verður hann ekki framlengdur.
Alex Meret er annar markvörður ítalska liðsins og hefur hann skrifað undir framlengingu og verður númer eitt hjá félaginu.
Það var því ekki pláss fyrir Ospina hjá félaginu og mun hann ganga í raðir Al-Nassr í Sádí Arabíu og fá heldur betur vel borgað.
Lazio og Villarreal voru orðuð við markmanninn en þessi 34 ára gamli leikmaður mun þess í stað semja í Sádí Arabíu.