Vængmaðurinn Raphinha virðist vera á leiðinni til Chelsea en hann er í dag samningsbundinn Leeds.
Félagaskipta sérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því í kvöld að Chelsea sé nú búið að ná samkomulagi við Leeds um kaupverð.
Chelsea borgar í kringum 60 til 65 milljónir punda fyrir Raphinha sem var lengi orðaður við bæði Arsenal og Barcelona.
Félögin þurfa ekki að ræða meira saman en Chelsea á þó eftir að ná samkomulagi við leikmanninn.
Þær viðræður eru í gangi og má búast við að samkomulagi verði náð fyrr frekar en seinna.
Chelsea and Leeds have reached full agreement for Raphinha! Official bid accepted around £60/65m [add ons included]. Main part of amount to be paid immediately. It’s done between clubs. 🚨🔵 #CFC
Talks now ongoing on player side on personal terms and contract. Boehly, on it. pic.twitter.com/gNbc4HbrTa
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 28, 2022