West Ham United hefur staðfest komu markmannsins Alphonse Arelona en hann gengur í raðir liðsins frá Paris Saint-Germain.
Areola var á sínum tíma talinn gríðarlega efnilegur markmaður en hann spilaði með West Ham í láni á síðustu leiktíð.
PSG samþykkti svo að selja leikmanninn endanlega til West Ham en hann var þó í ákveðnu varahlutverki á síðustu leiktíð.
Areola spilaði aðeisn einn leik í ensku úrvalsdeildinni en var reglulegur þátttakandi í Evrópudeildinni.
Það tók West Ham fimm vikur að ná samkomulagi við Areola sem skrifar undir fimm ára samning.