Axel Witsel er við það að ganga í raðir Atletico Madrid en þetta hefur forseti spænska félagsins staðfest.
,,Við erum nú þegar búnir að semja við miðjumann, það er Witsel, þetta er nánast klárt. Við erum einnig að leita að bakverði,“ sagði Enrique Cerezo, forseti Atletico, við Diario AS.
,,Hlutirnir eru eiginlega klárir með Witsel en stundum gengur þetta hægt fyrir sig. Við munum bíða í nokkra daga eða viku og svo verður þetta klárt.“
Witsel er 33 ára gfamall miðjumaður en hann hefur undanfarin fjögur ár spilað með Borussia Dortmund.
Witsel á að baki 124 landsleiki fyrir Belgíu og hefur einnig leikið fyurir Benfica og Zenit í Evrópu sem og Tianjin Quanjian í Kína.