Beppe Marotta, stjórnarformaður Inter Milan, hefur staðfest það að Romelu Lukaku sé á leið til félagsins.
Lukaku hefur grátbeðið um að komast burt frá Chelsea og vildi aðeins skrifa undir hjá Inter þar sem hann var fyrir dvölina hjá Chelsea.
Lukaku kostaði Chelsea um 100 milljónir punda í fyrra en stóðst ekki væntingar á sínu fyrsta tímabili og vildi svo komast aftur til Ítalíu.
,,Við þurfum að þakka eigendum félagsins. Ég vona að þetta verði klárt á næstu dögum,“ sagði Marotta.
Stuðningsmenn Chelsea eru alls ekki ánægðir með Lukaku sem virtist gefast upp eftir að hafa fengið smá mótlæti á síðasta tímabili.
Lukaku verður að öllum líkindum lánaður aftur til Inter og mun það kosta ítalska liðið átta milljónir evra.