fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Tæp 11% koma til VIRK vegna kulnunar eða langvarandi streitu í starfi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. júní 2022 17:35

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá VIRK Starfsendurhæfingasjóði er í gangi stórt þróunar- og rannsóknarverkefni tengt kulnun sem hefur það að markmiði að kynna og innleiða með markvissari hætti nýja skilgreiningu WHO á kulnun svo hægt sé að veita öruggari og markvissari þjónustu bæði í starfsendurhæfingu sem og annars staðar í velferðarkerfinu.

Hluti af verkefninu felst í því að skoða og greina beiðnir um starfsendurhæfingu sem koma til VIRK. Fyrstu niðurstöður sýna að af þeim 3.291 einstaklingum sem leituðu til VIRK á tímabilinu nóvember 2020 til október 2021 komu 10,7% þeirra á forsendum langvarandi streitu eða kulnunar í starfi.

Þetta kemur fram í grein sem Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK, skrifa og má nálgast á heimasíðu VIRK.

Samkvæmt WHO, Alþjóða heilbrigðisstofnuninni,  er kulnun skilgreind svona:

„Kulnun er heilkenni sem er afleiðing langvarandi streitu á vinnustað sem ekki hefur tekist á árangursríkan hátt að ná stjórn á. Einkenni kulnunar eru á þrem víddum: 1) Orkuleysi eða örmögnun; 2) Andlega fjarverandi í vinnu, neikvæð viðhorf eða tortryggni tengd vinnustað; 3) Minni afköst í vinnu. Kulnun vísar til fyrirbæris í tengslum við vinnuumhverfið og ætti ekki að vera nýtt til að lýsa reynslu á öðrum sviðum lífsins”.

Innan þessa 10,7% mengis eru konur 78% hópsins og karlar 22%. Er þetta ögn ójafnari kynjaskipting en almennt leitar eftir þjónustu VIRK, þar sem til dæmis árið 2021 voru konur 68% þjónustuþega VIRK.

„Sú breyta sem hleðst áberandi á einn þátt umfram aðra er menntunarstigið. Ólíkt því sem kom fram um jafna aldursdreifingu er dreifingin mun ójafnari þegar kemur að menntun. Af þeim málum sem vísbendingar voru um kulnun í starfi höfðu 71% lokið háskólamenntun en um 21% lokið við framhaldsskóla/iðnnámi,“ segir í greininni.

Þegar hópurinn er skoðaður út frá starfsvettvangi. Af þessum hópi eru flestir eða 27% sem starfa innan stjórnsýslu, fjármálaþjónustu, upplýsingatækni eða almennra skrifstofustarfa. Þar á eftir koma þeir sem starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu eða um 20%. Þriðji í röðinni er hópur sem starfar innan kennslu,- uppeldis- eða tómstundastarfs sem nemur 17%. Tekið skal fram að ekki er verið að taka mið af menntun heldur einungis spurt út í starfsvettvang.

Greinina í heild sinni má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði