Manchester United er að reyna að ganga frá kaupum á Tyrell Malacia 22 ára gömlum vinstri bakverði Feyenoord.
Feyenoord hefur samþykkt tilboð frá Lyon í Malacia sem á að baki fimm landsleiki fyrir Holland.
Lyon bauð 15 milljónir punda í Malacia en Erik ten Hag vill hollenska bakvörðinn í sínar raðir.
Búist er við að Untied reyni að selja Alex Telles í sumar og að Malacia eigi þá að berjast við Luke Shaw um stöðu í liðinu.
Það sem gæti hjálpað United er að Malacia er með sama umboðsmann og Frenkie de Jong sem United virðist vera að kaupa frá Barcelona.
Excl: Manchester United are trying to hijack Tyrell Malacia deal! After full verbal agreement with OL, Man Utd jumped into it before it was signed. 🚨🇳🇱 #MUFC
Talks with Feyenoord to reach an agreement, Dutch sources confirm.
Detail: Malacia has same agents as Frenkie de Jong.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 28, 2022