fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Guðmundur Andri fékk undarleg skilaboð á Facebook að kvöldi til

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 13:00

Guðmundur Andri Thorsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, fékk undarleg skilaboð að kvöldi til í fyrradag. Guðmundur segir frá þessum skilaboðum í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

„Í gærkvöldi fékk ég skilaboð á messenger frá manneskju sem ég þekki ekki, en tengist á Facebook eins og tæplega fimm þúsund öðrum, og hún biður mig um símanúmerið mitt. Það er auðsótt en ég bið hana heldur að hringja á morgun (í dag) af því að ég er kvöldsvæfur,“ segir Guðmundur í upphafi færslunnar.

Guðmundur hélt að manneskjan ætti eitthvað erindi við sig en svo var ekki.

„Nei, ekki alveg, hún segir að þetta sé eitthvað Amazon-söluátak og ég muni fá í símann minn talnakóða og biður mig að senda sér það. Ég er frekar greiðvikinn maður að eðlisfari og sé enga ástæðu til að neita konunni um þetta – og auk þess orðinn syfjaður og með hugann við frekar flókna Sherlock Holmes mynd,“ segir Guðmundur sem sendi manneskjunni kóðann.

„Um leið tilkynnir hún mér að við höfum unnið dágóða fúlgu og ég skuli senda sér mynd af greiðslukorti mínu, fram- og afturhlið. Þá vaknaði ég loksins og hélt nú ekki,“ segir Guðmundur en þarna var hann búinn að gera sér grein fyrir að um svikahrapp var að ræða.

Þá segir Guðmundur að manneskjan hafi reynt að sannfæra hann um að allt væri í himnalagi en hann tók það þó að sjálfsögðu ekki í mál að senda myndir af greiðslukortinu sínu. „Fór svo bara að sofa, rétt áður en Sherlock leysti málið, eins og ég geri iðulega,“ segir hann.

Þegar hann vaknaði sá Guðmundur svo á einhverjum miðli að svindl væri í gangi sem virðist lýsa sér á svipaðan hátt. „Jafnvel geti gerst að prófíllinn minn lendi í tröllahöndum. Það hefur enn ekki gerst. Held ég,“ segir hann.

Að lokum sendir Guðmundur Facebook-vinum sínum skilaboð, ef svo kynni að aðgangur hans er kominn í hendur svikahrappa. „Kæru Facebookvinir – ef þið fáið skilaboð frá mér um að senda símanúmerið ykkar, ekki trúa mér. Ég hef engan áhuga á símanúmerinu ykkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði