Gabriel Jesus er mættur til Lundúna til að fara í læknisskoðun hjá Arsenal, félagið er að kaupa hann frá Manchester City.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ásamt mönnum á bakvið tjöldin hjá félaginu, tókst á dögunum að krækja í Fabio Vieira frá Porto. Þá er markvörðurinn Matt Turner kominn til félagsins. Líklegt er að hann verði varamarkvörður á Emirates.
Þá er Arsenal við það að ganga frá kaupum á Gabriel Jesus frá Manchester City á 45 milljónir punda.
Arsenal er að styrkja lið sitt töluvert en Jesus var ofarlega á óskalista félagsins fyrir sumarið enda félagið ekki með marga kosti í fremstu línu.
Jesus er öflugur framherji frá Brasilíu sem náði aldrei að verða fastamaður í liði City. Hann þekkir vel til Arteta sem var áður aðstoðarþjálfari City.
Jesus faðmaði Edu yfirmann knattspyrnumála hjá Arsenal í dag þegar hann mætti í læknisskoðun.
Welcome @gabrieljesus9 pic.twitter.com/nF77jPJZuv
— YorubaEdoBoy🤴🗽👑 (@Ayochukwu6) June 28, 2022