ÍA hefur gengið frá samningi danska knattspyrnukappann Kristian Lindberg en hann er 26 ára gamall.
Lindberg kom upp í gegnum unglingastarf Nordsjælland og lék fyrir öll yngri landslið Danmerkur.
Lindberg var í aðalliði Nordsjælland til ársins 2015 en þar lék hann undir stjórn Ólafs Kristjánssonar.
Lindberg hefur verið á flakki síðan og lék síðast með Nykøbing í neðri deildum.
Kantmaðurinn hefur gengið frá samningi við ÍA og verður löglegur með liðinu á morgun þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Velkommen Kristian #KristianSigns pic.twitter.com/bS4pSkljQh
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) June 28, 2022