Alfreð Finnbogason er með samningstilboð á borðinu frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Hammarby.
Samningur Alfreðs við Augsburg er að renna út og framherjinn því á förum.
Aftonbladet segir frá því að Hammarby ætli að bjóða framherjanum samning með grunnlaunum sem bónusar geti svo bæst ofan á eftir frammistöðum leikmannsins og hversu mikið hann spilar.
Hinn 33 ára gamli Alfreð hafði verið á mála hjá Augsburg síðan 2016. Þar áður hafði hann leikið fyrir félög á borð við Olympiacos, Heerenveen og Real Sociedad.
Alfreð á þá að baki 61 landsleik fyrir Íslands hönd. Hann hefur skorað 15 mörk í þessum leikjum.
Allsvenskan inifrån ute nu!
✓Hammarby förhandlar med Finnbogason, vill skriva prestationsbaserat kontrakt✓ Farsan till U21-stjärnan avslöjar att det är klart med MFF?
✓Sana har nobbat norskt bud
✓ Därför talar allt för att Hammarby värvar Saidi https://t.co/jEX0rKNhOo
— Daniel Kristoffersson (@DKristoffersson) June 28, 2022