Lögregla leitar nú að innbrotsþjófum sem stálu peningum og verðmætum sem nema saman yfir 400 milljónum króna húsi á Ibiza sem Marco Verratti og hans fjölskylda eyða nú sumarfríinu í.
Verratti er ítalskur miðjumaður sem spilar með Paris Saint-Germain.
Brotist var inn aðfaranótt sunnudags.
Blöð þar ytra segja að fyrrum brasilíska stórastjarnan Ronaldo sé eigandi hússins.
Glæpamennirnir tóku peninga, skartgripi og úr sem saman eru metin á þá upphæð sem nefnd var hér ofar.
Verratti er 29 ára gamall. Hann hefur verið á mála hjá PSG í áratug. Þar áður lék hann með Pescara í heimalandinu en þar hafði hann leikið frá því hann var unglingur.