Manchester United og Barcelona eru við það að ná samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á Frenkie de Jong. Sky Sports segir frá.
Kaupverðið er sagt um 65 milljónir evra. Sú upphæð getur svo hækkað með tímanum.
Sjálfur á leikmaðurinn eftir að semja við Man Utd en ekki er talið að það muni taka langan tíma.
Erik ten Hag er nýr stjóri Man Utd og er að endurbyggja liðið eftir slakt gengi á síðustu leiktíð.
De Jong og ten Hag unnu saman hjá Ajax og náðu góðum árangri þar, komust meðal annars í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2019.
Hollenski miðjumaðurinn hefur verið á mála hjá Barcelona síðan 2019. Hann hefur verið orðaður við Man Utd í allt sumar.
Manchester United are close to agreeing a deal with Barcelona for midfielder Frenkie de Jong 🔴 pic.twitter.com/9BuLCv1qA2
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 28, 2022