Ferran Soriano framkvæmdarstjóri City Football Group var staddur hér á landi og settist niður með Hjörvari Hafliðasyni í Dr. Football í síðustu viku.
Viðtal Hjörvars hefur vakið heimsathygli en allir stærstu fjölmiðlar á Spáni og á Englandi hafa fjallað um viðtalið.
Soriano stýrir því sem gerist hjá Manchester City og fleiri félögum sem City Group á en áður var hann varaforseti Barcelona.
🚨 EXCLUSIVA @elchiringuitotv 🚨
🔵 FERRAN SORIANO -CEO del CITY- se explica ante FLORENTINO 🔵
👉 „Lo que se ha dicho está FUERA de CONTEXTO“.
👉 „NO es SUERTE, es trabajo duro e inteligencia“. pic.twitter.com/V5YaDSRMqa— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) June 28, 2022
Soriano sagði í viðtalinu að Real Madrid hefði verið heppið að vinna Meistaradeild Evrópu í ár. Liðið vann Manchester City, Chelsea, PSG og Liverpool til þess að vinna þann stóra. „Meistaradeildin er titill sem við viljum en þar þarf smmá heppni,“ sagði Soriano.
Viðtal Hjörvars er nú efsta frétt á vef Daily Mail sem er einn stærsti miðill Bretlands en fjöldi annara miðla hefur vitnað í Dr. Football hlaðvarpið.
„Fólk talar í dag um árangur Real Madrid undanfarin ár, þeir voru heppnir. Ég gæti sagt að þeir hefðu átt skilið að tapa gegn PSG, Chelsea, okkur og gegn Liverpool.
Vantar oft aðeins uppá dramatíkina hjá mínu fólki á Spáni. https://t.co/lXxsJXV7bS
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 27, 2022
Þessi ummæli hafa farið öfugt ofan í marga en El Chiringuito hefur eftir Soriano að að ummæli hans séu tekin úr samhengi og að um misskilning sé að ræða. Er vitnað í Florentino Perez forseta Real Madrid sem ræddi við Soriano.