Samvkæmt El Chiringuito TV þættinum á Spáni er Cristiano Ronaldo með tilboð frá öðrum félögum sem vilja fá hann í sumar.
Ronaldo gekk í raðir Manchester United fyrir ári síðan en tímabilið reyndist félaginu afar erfitt.
Ronaldo er 37 ára gamall og mun í fyrsta sinn á ferlinum leika í Evrópudeildinni í ár, verði hann áfram hjá United.
Ronaldo er sagður ósáttur með það hversu illa gengur hjá United að styrkja liðið sitt en Erik ten Hag hefur ekki keypt neinn leikmann í sumar.
Búist er við að United styrki lið sitt á næstu vikum en Ronaldo gæti skoðað önnur tilboð ef ekkert breytist.
United hefur haldið því fram að Ronaldo sé ekki til sölu en hann á ár eftir af samningi sínum við félagið.