Klofningur var í klefa Manchester United á síðustu leiktíð eftir harðar deilur milli Harry Maguire fyrirliða liðsins og Cristiano Ronaldo.
BBC segir frá en þar segir að deilur þeirra hafi snúist um það að Maguire væri fyrirliði liðsins.
Maguire er dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans en hann átti erfitt síðasta tímabil. Ronaldo kom aftur til United og átti ágætis spretti á erfiðu tímabili fyrir liðið.
BBC segir að klofningur hafi komið upp í leikmannahópnum eftir deilur Maguire og Ronaldo en framehrjinn frá Portúgal vildi taka fyrirliðabandið af Maguire.
Sagt er í frétt BBC að Ronaldo hafi látið vel í sér heyra og að Maguire hafi verið verulega ósáttur eftir það.
Þetta er eitt af þeim vandamálum sem Erik ten Hag nýr stjóri félagsins þarf að leysa en hann hóf formlega störf í gær þegar hann stýrði sinni fyrstu æfingu.