Chelsea hefur hafið viðræður við Manchester City með það markmið að kaupa bæði Raheem Sterling og Nathan Ake frá félaginu.
Frá þessu greinir Telegraph en þar segir að Chelsea hafi hug á að kaupa báða þessa leikmenn.
Sterling er talinn á leið til Chelsea en Pep Guardiola er klár í að selja hann. Sterling á aðeins ár eftir af samningi sínum við City.
Ake er örfættur miðvörður sem er eitthvað sem Thomas Tuchel vill fá inn í hóp sinn en Ake er í aukahlutverki hjá City.
Todd Boehly nýr eigandi Chelsea vill styrkja liðið fyrir Tuchel en búist er við að Chelsea kaupi hið minnsta tvo varnarmenn í sumar.