Wayne Rooney er atvinnulaus eftir að hafa sagt starfi sínu lausu hjá Derby County um helgina. Ákvörðun Rooney kom á óvart.
Rooney hafði stýrt Derby í eitt og hálft ár en félagið er nánast gjaldþrota og féll úr næst efstu deild í vor.
Rooney sem er 36 ára ákvað að segja upp störfum en nú er hann með tvö tilboð á borði í sínu. Sjónvarpsstöðvarnar Sky og BT Sport berjast um Rooney.
Rooney hefur gert vel sem sérfræðingur í sjónvarpi þegar hann hefur komið fyrir á Sky Sports. Báðar stöðvar leggja mikla áherslu á að fá hann.
Sagt er að Rooney geti beðið um ansi veglegan launapakka en hjá Sky Sports vilja menn fá Rooney inn með Jamie Carragher og Gary Neville.