Það var mikil dramatík er ÍA og Breiðablik áttust við í Mjólkurbikar karla í kvöld en Blikar eru komnir í 8-liða úrslit.
Breiðablik komst í 2-0 í leik kvöldsins en þá svaraði Kaj Leo í Bartolsstovu með tveimur mörkum fyrir ÍA.
Fyrra mark Kaj kom á 50. mínútu úr víti og það seinna á 74. mínútu en bæðöi mörk Blika komu í fyrri hálfleik.
Gísli Eyjólfsson sá svo um að tryggja Blikum sigur er hann kom boltanum í netið á lokamínútu leiksins og lokatölur 2-3.
Í hinum leiknum vann Kórdrengir lið Aftureldingu en það þurfti að framlengja þá viðureign.
Sverrir Páll Hjaltested fleytti Kórdrengjum áfram með marki á 116. mínútu í 2-1 sigri.
ÍA 2 – 3 Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson (’12)
0-2 Anton Logi Lúðvíksson (’36)
1-2 Kaj Leo Í Bartalstovu (’50, víti)
2-2 Kaj Leo Í Bartalstovu (’74)
2-3 Gísli Eyjólfsson (’90)
Kórdrengir 2 – 1 Afturelding
1-0 Þórir Rafn Þórisson (’52)
1-1 Elmar Kári Enesson Cogic (’85)
2-1 Sverrir Páll Hjaltested (‘116)