Það hefur verið talað um það að Timo Werner gæti verið á leið til Juventus í skiptum fyrir Matthijs de Ligt.
Werner spilar með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki heillað undanfarin tvö tímabil eftir að hafa komið frá RB Leipzig.
Samkvæmt Sky Italia er Chelsea að reyna að fá varnarmanninn De Ligt frá Juventus og er til í að borga 45 milljónir evra plús Werner fyrir hans þjónustu.
Nýjustu fregnir herma að Werner sé sjálfur tilbúinn að fara og mun ekki standa í vegi fyrir þetta samkomulag.
Werner þyrfti þó að taka á sig töluverða launalækkun á Ítalíu en hann er ekki mótfallinn því.
De Ligt er 22 ára gamall varnarmaður sem kom til Juventus frá Ajax árið 2019 fyrir 75 milljónir evra en hefur ekki staðist allar þær væntingar sem voru gerðar til hans.
Werner hefur þá skorað 23 mörk fyrir Chelsea á tveimur tímabilum en aðeins tíu af þeim hafa komið í ensku úrvalsdeildinni.