fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Síbrotamaðurinn Martin Örn þarf að svara fyrir blóðuga árás á fangaverði á Hólmsheiði – Verðirnir voru fluttir beinbrotnir með sjúkrabíl

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. júní 2022 09:00

Fangelsið á Hólmsheiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Martin Örn Arnarson fyrir meiriháttar líkamsárás og brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa ráðist á tvo fangaverði þann 15. janúar síðastliðinn í fangelsinu á Hólmsheiði.

Í janúar sagði DV frá því að tveir fangaverðir hefðu verið fluttir úr fangelsinu og á bráðamóttöku með sjúkrabifreið eftir fólskulega árás fanga, að sögn Páls Winkels fangelsismálastjóra. Fanginn sem um ræðir, sagði Páll jafnframt, var fluttur í annað fangelsi.

Sjá nánar: Tveir fangaverðir á Hólmsheiði beinbrotnir og með höfuðáverka eftir árás í fangelsinu

Mun Martin, samkvæmt ákærunni sem DV hefur undir höndum, hafa ráðist fyrst á fangavörð þar sem hann var við skyldustörf inni í fangaklefa Martins og veitt honum ítrekuð hnefahögg í andlit og eftir hluta líkama. Mun fangavörðurinn hafa misst meðvitund auk þess sem hann hlaut brot á efri kjálka, nefbeinabrot, tognun á vinstri öxl, sár og mar víða um líkamann, blóðnasir, og tognun á vinstri hné.

Þegar annar fangavörður í fangelsinu skarst í leikinn og kom kollega sínum til aðstoðar er Martin sagður hafa ráðist á hann líka. Segir í ákæru að Martin hafi veitt honum ítrekuð hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut skurði á augabrún sem hann þurfti að sauma auk ýmissa annarra smærri áverka.

Í sama máli héraðssaksóknara er Martin jafnframt ákærður fyrir að hafa ráðist að samfanga sínum nokkrum dögum áður en hann réðst á fangaverðina tvo, eða 11. janúar. Mun samfangi Martins hafa hlotið heilahristing, skurð á vör og brotna tönn í árásinni.

Martin hefur hlotið þó nokkra fangelsisdóma áður. Hlaut hann meðal annars fjögurra mánaða fangelsisdóm í júní 2020 fyrir fíkniefnalagabrot og þjófnað. Í dómnum segir að Martin hafi áður hlotið fangelsisdóma, síðast árið 2019 þegar hann var dæmdur í 12 mánaða fangelsi.

Sjá nánar: Síbrotamaður gekk berserksgang á gamlárs- og nýársdag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði