fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Unnur telur Jordan Peterson hættulegan – „Klár maður og vel að máli farinn“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. júní 2022 19:30

Unnur Gísladóttir. Mynd/Karlmennskan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Peterson hélt fyrirlestur í Háskólabíó um helgina og hafa afar umdeildar skoðanir sem hann viðraði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi verið gagnrýndar harkalega af femínistum og trans fólki.

Unnur Gísladóttir, mannfræðingur og framhaldsskólakennari, er ein þeirra og tísti hún fyrir skömmu: „JP [Jordan Peterson] blandar saman almennum uppeldisráðum, venjum eins og að búa um rúmið sitt í bland við fordóma, kvenhatur-, líkams- og hin/kynsegin hatur. Hann er hættulegastur þeim sem eru leitandi og þeim sem eru hræddir við breytingar. Að það sé hljómgrunnur fyrir hann hér er mikið áhyggjuefni.“

Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn.

Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína í nýjasta hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar, í umsjón Þorsteins V. Einarssonar,  þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson. Hlusta má á þáttinn í heild sinni með því að smella hér neðst í greininni.

Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskan. Mynd: Anton Brink

Ekki bara rauð flögg

Unnur telur margt varasamt við málflutning Jordan Peterson en segir of mikla einföldun að afskrifa alla hans fylgismenn sem hættulega illa upplýsta ofbeldismenn sem hati annað fólk.

„Það er svo ótrúlega áhugavert að hann nái til svona margra og það er auðvelt að skella stimplinum að þetta séu bara rauðflaggandi karlar sem hlusti á hann, sem hafi engan metnað í að kynna sér neitt annað. En ég held að það sé alls ekkert þannig,“ segir hún.

Hann hafi margt til að bera til að vekja aðdáun. „Það er margt heillandi við Jordan Peterson. Hann er klár maður og vel að máli farinn. Hann skiptist í tvennt, annars vegar ritrýndur rithöfundur og síðan er hann samfélagsmiðla stjarna og þá er hann óbeislaður og ekki ritrýndur.“

Illa ígrundaðar skoðanir á kynjafræðilegum málefnum

Unnur segir að Jordan Peterson sé greindur maður og vel að máli farinn enda prófessor í sálfræði sem þekki margt vel. Hins vegar telur hún hann oft fara inn á svið sem hann skorti þekkingu og dýpt á.
„Ég myndi aldrei fara í rökræður við Jordan Peterson um biblíuna eða nýja testamentið því hann væri ofjarl minn. En með femínisma að gera, þegar hann setur fram kynjakerfishugmyndir í nýjustu bókinni sinni þá er eins og hann hafi bara lesið commentakerfið hjá Vísi.“

Hún segir að hugmyndir hans um feðraveldi og femínisma séu settar fram af vanþekkingu og skort á sömu dýpt og einkenni oft framsetningu Jordan Peterson. „Að hann setji femínisma í einn búning sem póstmódernískan marxískan vinstri búning, sko innan femínisma er rökræða og gagnrýni. Það eru kapítalískir frjálshyggju femínistar,“ segir Unnur og bætir við: „Það er ótrúlega sorglegt að svona klár maður gefi sig ekki að umræðunni um þetta.“

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar