Luis Suarez verður atvinnulaus 1 júlí þegar samningur hans við Atletico Madrid en félagið ákvað að framlengja ekki við hann.
Suarez hefur náð samkomulagi við River Plate í Argentínu og er að ganga frá samningi.
Framherjinn gekk í raðir Atletico frá Barcelona fyrir tveimur árum síðan og varð spænskur meistari á fyrra tímabilinu.
Suarez hefur átt magnaðan feril árið 2011 gekk hann í raðir Liverpool frá Ajax og þaðan fór hann til Spánar þar sem hann átti góð ár.
Suarez er 35 ára gamall og kemur frá Úrúgvæ en líklegt er að samningur hans í Argentínu sé sá síðasti á ferlinum.