Pep Guardiola stjóri Manchester City virðist fá allt sem hann vill þetta sumarið en félagið hefur fest kaup á Erling Haaland.
Norski sóknarmaðurinn mun leiða sóknarlínuna en á miðjuna mætir Kalvin Phillips frá Leeds en þar er allt að verða klappað og klárt.
Í varnarlínuna mætir svo Marc Cucurella frá Brighton en um er að ræða vinstri bakvörð sem eykur breiddina í vörn City.
Guardiola mun því hafa mikla breidd en á móti kemur þá er Fernandinho farin, Gabriel Jesus er á förum og Raheem Sterling gæti farið.
Hér að neðan er líklegt byrjunarlið City á næstu leiktíð.