Þorsteinn Magnússon gítarleikari – Steini Magg – er látinn, 66 ára að aldri, en hann fæddist þann 3. október árið 1955. Steini var einn virtasti og besti gítarleikari íslenskrar rokksögu og var meðal annars í hljómsveitunum Eik, Þeyr og Bubbi-MX21.
Frammistaða Steina á 50 ára afmælistónleikum Bubba Morthens árið 2006 með hljómsveitinni MX21 er ógleymanleg flestum sem urðu vitni að þeim tilþrifum.
Steini sendi einnig frá sér sólóplötur árin 1982 og 2015 sem fengu góða dóma. Einnig spilaði hann inn á fjölda hljómplatna.
DV sendir öllum ættingjum og vinum Steina Magg innilegar samúðarkveðjur og þakkar framlag hans til tónlistarsögunnar.