Steve McClaren er mættur aftur til starfa hjá Manchester United en hann mætti aftur í dag í fyrsta sinn í mörg ár. McClaren var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson árið 1999 þegar liðið vann þrennuna.
McClaren er nú mættur aftur til starfa og verður aðstoðarmaður Erik Ten Hag.
27 júní er merkisdagur í lífi McClaren en fyrir sex árum síðan var hann sérfræðingur Sky Sports yfir landsleik Englands og Íslands á EM 2016.
Augnablikið þegar Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi í 2-1 er sögufrægt en McClaren lýsti atvikinu á Sky og trúði ekki því sem hann sá.
Nú sex árum síðar hefur McClaren aftur störf hjá United en atvikið frá 2016 er hér að neðan.
🗓 27.06.2016
🇮🇸🏴 2️⃣-1️⃣😂 Það eru víst 6 ár síðan Steve McClaren dúllaði yfir sig í beinni á Sky.
🗣🔬 …..”and it squirms under the…..it squiiiiiirms under the fingers of Joe Hart” #Euro16 #SteveMcClown pic.twitter.com/mGwsJuuawZ
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) June 27, 2022