Arsenal hefur verið duglegt á félagaskiptamarkaðnum undanfarið.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ásamt mönnum á bakvið tjöldin hjá félaginu, tókst á dögunum að krækja í Fabio Vieira frá Porto. Þá er markvörðurinn Matt Turner kominn til félagsins. Líklegt er að hann verði varamarkvörður á Emirates.
Þá er Arsenal við það að ganga frá kaupum á Gabriel Jesus frá Manchester City á 45 milljónir punda.
Raphinha, kantmaður Leeds, hefur þá verið sterklega orðaður við félagið.
Enski miðillinn Daily Star tók saman hugsanlegt byrjunarlið Arsenal á næstu leiktíð, takist því að klófesta þá leikmenn sem félagið vill.
Liðið má sjá hér að neðan.