Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez eru þessa stundina stödd í fríi á Maíorka ásamt börnum sínum.
Ronaldo er að undirbúa sig fyrir sitt annað tímabil með Manchester United frá endurkomu sinni til félagsins í fyrra.
Fjölskyldan er með 900 milljóna króna snekkju sína við höfnina þar sem þau eru í fríi og eyða þau töluverðum tíma þar.
Um helgina birtu þau myndir af sér á snekkjunni þar sem mátti til að mynda sjá Ronaldo veiða. Myndirnar má sjá hér neðar.
Ronaldo og Georgina hafa verið dugleg að birta af sér myndir í fríinu. Það er ljóst að þau hafa það ansi gott þessa dagana.