Samkvæmt spænska miðlinum Sport hefur Arsenal hætt við að reyna að fá Raphinha, vængmann Leeds.
Arsenal var sagt hafa mikinn áhuga á Brasilíumanninum. Tilboði félagsins í leikmanninn var hafnað af Leeds á dögunum.
Í gær sagði Mirror svo frá því að Arsenal væri að undirbúa annað tilboð í Raphina. Frétt Sport bendir hins vegar til annars.
Sjálfur er leikmaðurinn sagður heitastur fyrir því að ganga í raðir Börsunga og þar sem Arsenal telur sig frekar vanta leikmenn í aðrar stöður ætlar félagið ekki að halda áfram að reyna við Raphina.
Arsenal er að fá annan Brasilíumann, Gabriel Jesus, til liðs við sig. Skipti framherjans frá Manchester City ættu að verða gerð opinber á allra næstu dögum.