Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er ástfanginn af Raphinha, vængmanni Leeds, samkvæmt félagaskiptasérfræðingnum, Fabrizio Romano.
Það eru fáir ef einhverjir með betri heimildir þegar kemur að félagaskiptum en Romano sem er mjög duglegur að gefa frá sér upplýsingar.
Romano segir að þrjú ensk lið séu að skoða stöðu Raphinha og þar á meðal Arsenal sem reynri að losna við Nicolas Pepe.
Tottenham og Chelsea eru einnig að horfa til leikmannsins sem er mjög hátt metinn af Arteta.
,,Að mínu mati væri gaman að sjá hann áfram í ensku deildinni og það er góður möguleiki. Til dæmis þá veit ég að Arteta er ástfanginn af Raphinha en Tottenham og Chelsea eru líka áhugasöm,“ sagði Romano.
,,Af öllum þessum liðum tel ég að Arsenal þurfi hann mest. Ég greindi áður frá því að Nicolas Pepe væri fáanlegur í sumar og Raphinha er leikmaður sem getur leyst hann af hólmi.“