Gareth Bale hefur skrifað undir eins árs langan samning við Los Angeles FC og mun leika í MLS deildinni í Bandaríkjunum.
Bale staðfesti þetta sjálfur á samskiptamiðlum í gær en hann hafði verið orðaður við ýmis lið áður en skrifað var undir.
Cardiff City var helst nefnt til sögunnar en liðið er í Wales, heimalandi Bale, sem er gríðarlega mikilvægur fyrir landsliðið sem spilar á HM í Katar í lok árs.
Bale mun nú njóta þess að æfa og spila í hitanum í Los Angeles næsta árið og gæti hann einnig framlengt þann samning um eitt ár.
Bale er fyrrum leikmaður Tottenham og Real Madrid en samningur hans við Real fékk að renna út.
See you soon, Los Angeles. 👊 @LAFC @LAFC3252 pic.twitter.com/GVP8WVWLPe
— Gareth Bale (@GarethBale11) June 25, 2022