fbpx
Laugardagur 22.mars 2025
433Sport

Man City að tryggja sér besta leikmann Leeds

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. júní 2022 10:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Kalvin Phillips er á leið til stórliðs Manchester City en það er Sky Sports sem greinir frá þessum fregnum.

Phillips er einn allra mikilvægasti leikmaður Leeds og hefur spilað glimrandi vel síðan liðið komst í efstu deild og er í dag enskur landsliðsmaður.

Sky segir að Man City sé nú að tryggja sér leikmanninn og er búið að ná samkomulagi við Leeds um kaupverð.

Kaupverðið ku vera á milli 45 til 50 milljónir punda og skrifar hann undir langtímasamning á Etihad.

Phillips er 26 ára gamall og er uppalinn hjá Leeds og verður þriðji leikmaðurinn sem meistararnir fá í sumar.

Erling Haaland er nú þegar kominn til Manchester og er Julian Alvarez á leið til liðsins frá River Plate í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mætti tveimur dögum fyrr eftir gagnrýni þjálfarans – Sagður vera áhugalaus

Mætti tveimur dögum fyrr eftir gagnrýni þjálfarans – Sagður vera áhugalaus
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunaði á eigin leikmenn: ,,Versta frammistaða liðsins í tvö ár“

Baunaði á eigin leikmenn: ,,Versta frammistaða liðsins í tvö ár“