Hæstaréttardómari í Ohio-fylki í Bandaríkjunum hefur verið rekinn frá störfum eftir að hann var tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu. Hinn fimmtugi Scott Blauvelt hefur starfað sem lögmaður og dómari í fylkinu síðan 1997 en þessi einkennilegi vani hans, að fara nakinn á rúntinn, er glæsta ferli hans ekki til hækkunar.
Á tímabilinu frá 2018 til 2021 var hann tekinn við þessa athöfn fimm sinnum, þrisvar á síðasta árinu. Þessi nýjasta tilraun Scotts innihélt það hins vegar einnig að særa blygðunarkennd miðaldra konu. Hann hefur áður sótt sálfræðiþjónustu fyrir þessar einkennilegu athafnir en hún virðist ekki hafa virkað.
Samkvæmt miðlum á svæðinu var hann látinn tímabundið frá störfum árið 2020 þegar hann var aftur handtekinn fyrir að sýna samvegfarendum kynfæri sín. Komist var að þeirri niðurstöðu að hann væri „alvarleg ógn við almannaheill.“ Hann játáði aftur á sig sök í þessari viku og sætti 14 daga fangelsisvistar auk tveggja til fimm ára skilorðs.
Hæstiréttur Ohio-fylkis sagði í tilkynningu að Scott Blauvelt væri „í meðferð fyrir geðklofa“ og að hann „iðrist gjörða sinna.“ Honuum hefur verið sagt að hann geti starfað sem dómari aftur einn daginn en að hann þurfi að sanna að hann sinni meðferðinni.
Hins vegar hefur starfsmaður dómsins sagt að hann „geti ekki tryggt það að hann sýni ekki slíka eða líka háttsemi í framtíðinni.“