Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin til liðs við ítalska stórveldið Juventus. Hún gerir tveggja ára samning.
Þessi 31 árs gamla landsliðskona kemur frá Lyon þar sem samningur hennar er að renna út.
Juventus er ítalskur meistari eftir að hafa unnið deildina á síðustu leiktíð.
Auk Lyon hefur Sara leikið með Rosengard og Wolfsburg í atvinnumennsku. Hér heima lék hún með Haukum og Breiðabliki.
Sara mun leika í treyju númer 77 hjá Juventus.
Seven-time Icelandic Footballer of the Year 🔥❄️
Two-time Icelandic Sportsperson of the Year 😎
Two-time UWCL winner. 🏆😍 @sarabjork18 is a 𝘽𝙞𝙖𝙣𝙘𝙤𝙣𝙚𝙧𝙖! ⚪️⚫️
🇬🇧 ➡️ https://t.co/lWOH1ZLg0M
🇮🇹 ➡️ https://t.co/U2dXehRFzy#WelcomeSara pic.twitter.com/nHODsAgSux— #FANTA5TIC 🏆🏆🏆🏆🏆 (@JuventusFCWomen) June 24, 2022