fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Ný rannsókn – Ung börn geta glímt við langvarandi COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júní 2022 08:00

Móðir tekur COVID-sýni úr barni sínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá glíma 40% barna á aldrinum 0-3 ára við veikindi af völdum COVID-19 átta vikum eftir að þau smitast. Það eru því ekki aðeins fullorðnir sem eiga á hættu að glíma við langvarandi COVID-19.

Yngstu börnin geta fengið sjúkdómseinkenni sem vara lengi eftir að veirusýkingin sjálf er afstaðin. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Fram kemur að niðurstaða rannsóknarinnar hafi verið borin saman við samanburðarhóp sem hafði ekki smitast af kórónuveirunni svo staðfest væri. Í þeim hópi voru 27% yngstu barnanna, sem ekki höfðu greinst með COVID-19, með sömu einkenni.

Selina Kikkenborg Berg, prófessor við danska ríkissjúkrahúsið, sagði að þetta væri mikill munur: „Við þekkjum til langvarandi einkenna hjá fullorðnum og ungu fólki . Það kom okkur svolítið á óvart að við sjáum svo mikið af langvarandi einkennum hjá yngstu börnunum.“

Meðal þeirra einkenna sem um ræðir eru magaverkir, þreyta, hiti, lystarleysti og hósti.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skilgreinir sjúkdómseinkenni, sem enn eru til staðar átta vikum eftir smit, sem langvarandi COVID-19.

Rannsóknin náði til 10.997 barna á aldrinum 0-14 ára sem höfðu greinst með COVID-19. Í samanburðarhópnum voru 33.016 börn sem ekki höfðu greinst með veiruna.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Lancet Child and Adolescent Health.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn