fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
433Sport

Þeir hörðustu með tilkynningu um Lukaku: Munum eftir því hvernig hann sveik okkur

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 22:10

Romelu Lukaku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku er á leið aftur til Inter Milan frá Chelsea og mun skrifa undir lánssamning við ítalska félagið.

Curva Nord, hörðustu stuðningsmenn Inter, voru bálreiðir í fyrrasumar er Lukaku yfirgaf félagið og samdi við Chelsea fyrir um 100 milljónir punda.

Lukaku var gríðarlega vinsæll í Mílan en hann vann deildina með liðinu og var svo farinn skömmu seinna. Það gekk illa hjá Lukaku í London og hefur hann beðið um að fá að fara aftur til Ítalíu.

Curva Nord lýsti yfir mikilli reiði eftir brottför Lukaku og hefur nú gefið frá sér tilkynningu þegar styttist í skiptin.

Þar kemur fram að stuðningsmannahópurinn muni ekki mótmæla þessum félagaskiptum en að Lukaku sé alls ekki sá sami í þeirra augum og hann var fyrir félagaskiptin til Chelsea.

,,Curva Nord styður Inter Milan og mun ekki mótmæla leikmanninum,“ sagði í tilkynningu hópsins.

,,Enginn skal hins vegar bjóða hann velkominn með treflum og borðum merktum okkur. Hann þarf að vinna sér það inn. Það gerist með svita og tárum inni á vellinum.“

,,Við komum fram við hans eins og kóng en nú er hann bara leikmaður eins og allir aðrir. Við tökum einnig fram að við munum ekki baula á Lukaku ef hann klæðist treyju Inter á ný.“

,,Við hvetjum alla stuðningsmenn Inter til að falla ekki í gryfjuna, að slefa yfir honum. Við munum eftir því hvernig hann sveik okkur og við vorum gríðarlega vonsvikin. Með tímanum getum við fyrirgefið en staðreyndirnar eru þær sömu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óð upp á svið er Auddi og Steindi voru að skemmta – Myndband

Óð upp á svið er Auddi og Steindi voru að skemmta – Myndband
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Víkingur fær sekt og er dæmt tap

Víkingur fær sekt og er dæmt tap
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Góðar líkur á að hann verði seldur í sumar

Góðar líkur á að hann verði seldur í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona 80-faldaði Tomas peninginn sinn um helgina

Svona 80-faldaði Tomas peninginn sinn um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir frá því sem gerðist eftir tap Liverpool í gær en fáir tóku eftir

Segir frá því sem gerðist eftir tap Liverpool í gær en fáir tóku eftir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aftur rauk Arteta úr viðtali – Sneri fljótt aftur

Aftur rauk Arteta úr viðtali – Sneri fljótt aftur
433Sport
Í gær

Sannfærður um að hann muni velja Jamaíka frekar en England – ,,Boltinn er hjá honum“

Sannfærður um að hann muni velja Jamaíka frekar en England – ,,Boltinn er hjá honum“
433Sport
Í gær

Liverpool mun hafa betur gegn Chelsea

Liverpool mun hafa betur gegn Chelsea