fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
433Sport

Skaut sjálfan sig í fótinn með heimskulegu viðtali

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 19:50

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku skaut sjálfan sig í fótinn á síðustu leiktíð sem varð til þess að leikmaðurinn mun yfirgefa Chelsea í sumar.

Þetta segir skoska goðsögnin Ally McCoist en Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea frá Inter Milan í fyrra og er nú á förum þangað aftur.

Viðtal við Lukaku birtist á miðju síðasta tímabili þar sem hann sagðist vilja snúa aftur til Inter stuttu eftir að Chelsea hafði borgað risastóra upphæð fyrir Belgann.

,,Ég tel að hann þurfi núna að fara, ég var að vona að það væri leið til baka fyrir hann,“ sagði McCoist.

,,Ég tel að viðtalið hafi valdið þessu ef ég á að vera hreinskilinn. Ég vonaðist eftir því að hann myndi berjast áfram um sitt sæti og vinna stuðningsmennina og stjórann á sitt band.“

,,Ég er sannfærður um að það verði ekki raunin núna sem er svekkjandi. Það er best fyrir báða aðila að koma þessu í gegn fyrr frekar en seinna.“

,,Hann skaut sjálfan sig í fótinn með þessu viðtali. Ég veit hversu illa þetta leit út og hversu slæmt þetta var en ég vonaðist alltaf eftir því að það væri leið til að snúa aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óð upp á svið er Auddi og Steindi voru að skemmta – Myndband

Óð upp á svið er Auddi og Steindi voru að skemmta – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Víkingur fær sekt og er dæmt tap

Víkingur fær sekt og er dæmt tap
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Góðar líkur á að hann verði seldur í sumar

Góðar líkur á að hann verði seldur í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona 80-faldaði Tomas peninginn sinn um helgina

Svona 80-faldaði Tomas peninginn sinn um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir frá því sem gerðist eftir tap Liverpool í gær en fáir tóku eftir

Segir frá því sem gerðist eftir tap Liverpool í gær en fáir tóku eftir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aftur rauk Arteta úr viðtali – Sneri fljótt aftur

Aftur rauk Arteta úr viðtali – Sneri fljótt aftur
433Sport
Í gær

Sannfærður um að hann muni velja Jamaíka frekar en England – ,,Boltinn er hjá honum“

Sannfærður um að hann muni velja Jamaíka frekar en England – ,,Boltinn er hjá honum“
433Sport
Í gær

Liverpool mun hafa betur gegn Chelsea

Liverpool mun hafa betur gegn Chelsea