fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hebbi getur gengið burt – Grettir sakar hann um óheiðarleika eftir árekstur – „A-klassa drullusokkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinum ástsæla tónlistarmanni, Herberti Guðmundssyni, og Gretti Einarssyni, forritara og taekwondo-þjálfara, ber ekki saman um atvik sem varð þann 6. apríl síðastliðinn, en þá lentu þeir í árekstri á Flugavallarvegi. Grettir lýsir atvikum svo að þegar hann ók eftir hægri akrein götunnar hafi Herbert einfaldlega ekið inn í hliðina á honum. Verksummerki á hlið bílsins styðja þetta. Herbert heldur því hins vegar fram að Grettir hafi ekið í veg fyrir sig.

Í gær fékk Grettir þá niðurstöðu frá tryggingafélagi sínu að honum yrði ekki bætt tjónið þar sem það stæði orð gegn orði í tjónaskýrslu þar sem mönnunm ber ekki saman. Grettir greinir frá málinu á Twitter og vandar Herberti ekki kveðjurnar er hann segir:

„Þessi A-klassa drullusokkur er Herbert Guðmundsson. Geisladiskurinn er farinn í ruslið.“

„Ég setti þetta inn í frústrasjón í gær þegar ég var búinn að fá lokaniðurstöðuna frá tryggingafélaginu,“ segir Grettir í viðtali við DV og segist ekki vanur að vera svona neikvæður á Twitter. „Ég hef verið að hamra á tryggingunum undanfarið en niðurstaðan er sú að það er bara fifty fifty því það er orð á móti orði.“

„Ég var að koma niður Bústaðaveginn og er að taka beygjuna inn á Flugvallarveg, er á hægri akrein því ég er bara á leiðinni niður í Val. Það var mikil umferð og allt í einu kemur hann á vinstri akreininni, ég er eflaust á blindsvæðinu hans og ég veit ekki hvað hann var að spá, hann ætlar greinilega að bruna fram úr röðinni og kemur utan í mig. Þetta var ekki harður árekstur, bara svona nudd. Ég stoppaði og það var strax byrjað að flauta fyrir aftan okkur, svo ég bendi honum á að keyra inn á bílaplan hjá Val. Hann kom út úr bílnum og var bara kurteis og þægilegur. Hvað gerðist þarna? spurði hann. Ég sagði: Þú keyrði utan í mig, það var það sem gerðist. Hann spurði þá hvort ég væri með tjónaskýrslu í bílnum, ég sagði svo ekki vera en sagði að við skyldum fá Árekstur á vettvang og þeir geri skýrsluna. Þá sagðist hann vera orðinn of seinn á fund hjá Icelandair, sem skýrði hvers vegna hann var að flýta sér svona mikið.“

Varð það að samkomulagi hjá mönnunum að taka myndir af bílunum og hittast síðan á um kvöldið til að fylla út tjónaskýrslu. Framan á blaðið fylltu mennirnir saman út grunnupplýsingar. En á bakhliðinni fyllti hvort út sína skýringu á slysinu. En þar bar þeim aldeilis ekki saman. Tveimur vikum síðar fékk Grettir tilkynningu frá tryggingafélaginu um að Herbert segði að Grettir hefði ekið í veg fyrir hann. Tryggingafélagið fékk síðan Árekstur til að gera aðra skýrslu um atvikið. Í millitíðinni auglýsti Grettir eftir vitnum.

Í atvikalýsingu segir Herbert að Grettir hafi ekið fram fyrir hann og í veg fyrir hann og þessa vegna hafi hann farið inn í hlið bíls hans með sinn bíl. Grettir segir þetta vera alrangt. „Það sést líka á hliðinni á bílnum hjá mér að það eru hjólför á henni vegna þess að hann var að beygja,“ segir Grettir. „Dekkið stendur bara út úr brettinu.“

Herbert segir að hvorki tryggingafélagið né Árekstur meti verksummerki heldur er bara byggt á upplýsingum í tjónaskýrslum.

„Það slasaðist enginn og þetta eru ekki háar fjárhæðir en þetta er bara svo leiðinlegt,“ segir Grettir og er ósáttur við framkomu söngvarans.

„Ég ætlaði ekki að valda honum neinu tjóni með þessu ranti á Twitter í gær og þetta er í baksýnisspeglinum hjá mér núna. Fólki finnst kannski að maður sé að gaspra þetta af því hann er þekktur en málið er að hann reynir að koma sér undan ábyrgð af því hann er þekktur. Hann sló ryki í augun á mér með fagurgala og ég hringdi ekki í Árekstur af því hann var svo næs,“ segir Grettir ennfremur.

„Þetta er svo fúlt af því hann er í kaskó en ég ekki af því ég er á 20 ára gömlum bíl og þá lendir tjónið bara á mér.“

DV náði símasambandi við Herbert en sambandið rofnaði um leið og blaðamaður hafði kynnt sig. Ekki tókst að ná sambandi við söngvarann aftur þrátt fyrir nokkrar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu