Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir að blaðið að miðað við niðurstöður útboða á tollkvóta þá hafi innflutningur bænda og afurðastöðva á búvörum aukist verulega síðustu ár og þá sérstaklega eftir að tollkvótar, samkvæmt samningi við ESB, voru stækkaðir 2019.
Segir blaðið að í síðasta útboði á tollkvóta frá ESB-ríkjunum hafi innlendir framleiðendur verið með 90% af innflutningnum af svínakjöti, 43% af nautakjöti, 34% af alifuglum og 25% af skinku.
Blaðið segir að innlendir búvöruframleiðendur hafi einnig stóraukið innflutning á búvörum frá ríkjum utan ESB og frá öðrum heimsálfum á síðustu árum.
Niðurstöður útboða sýna að sögn Fréttablaðsins að innlendir kjötframleiðendur bjóði hátt í tollkvóta og séu að verða meðal umsvifamestu innflytjenda búvara. Svo virðist sem þeir keyri áfram verðhækkanir á útboðsgjaldi í sumum vöruflokkum.
Flest umræddra fyrirtækja, eða samtök þeirra, áttu aðild að vefsíðunni oruggurmatur.is þar sem varað var við innflutningi á búvörum og hann sagður rjúfa þá vernd sem lega landsins veiti og skapa raunverulega hættu fyrir almenning. Vefsíðunni hefur nú verið lokað.