fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 11:00

Samkynhneigðir ísbirnir hneyksla ítalskan pólitíkus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið áður óþekktan hóp ísbjarna á Grænlandi á stað þar sem áður var talið útilokað að ísbirnir gætu lifað. Ástæðan er að á þessum stað er enginn hafís megnið af árinu en hafís er veiðisvæði ísbjarna.

Science Alert skýrir frá þessu og segir að þessi ísbjarnahópur hafi í raun verið fyrir allra augum í mörg hundruð ár án þess að nokkur kæmi auga á hann. Vísindamenn töldu hann vera hluta af öðrum ísbjarnahópi sem lifir ekki svo fjarri þessum stað.

Birnirnir lifa í bröttum brekkum við firði, langa og mjóa firði, þar sem jöklar ná út í sjó. Þeir veiða sér til matar á ísflekum sem brotna af jöklunum.

Þessi uppgötvun bendir til að ísbirnir, að minnsta kosti sumir, geti lagað sig að breytingum á hafís samhliða loftslagsbreytingunum og lært að veiða sér til matar án þess að hafa hafís sem veiðisvæði.

En þetta er ekki eitthvað sem getur bjargað stofninum í heild sinni að sögn Kristin Laidre, sérfræðings hjá Polar Science Center hjá Washington háskóla. Hún sagði Live Science að ís, sem brotnar af jöklum, geti hjálpað litlum hluta ísbjarna við að lifa lengri hafíslausa tíma af en þetta sé ekki eitthvað sem stærsti hluti ísbjarna geti notið góðs af. Ástæðan er að ís, sem brotnar af jöklum, er aðeins að finna á búsetusvæðum lítils hluta ísbjarna heimsins.

Umræddir ísbirnir halda til á 3.200 km löngu svæði við austurströnd Grænlands. Vísindamenn telja að um 300 dýr séu í þessum hóp en segja þó erfitt að segja til um nákvæman fjölda þeirra.  Erfðafræðirannsóknir benda til að þessi hópur hafi verið aðskilin öðrum hópum ísbjarna í um 200 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Í gær

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar